þriðjudagur, 25. september 2007

Læra læra...

Jæja nýtt blogg. Ákvað að blogga núna vegna þess að það er ekki nokkur fræðilegur möguleiki á því að ég hafi einbeitingu né þolinmæði í að læra efnafræðina núna, sem ég á að vera að gera.
Hversu mörg Sn atóm þarf að raða hlið við hlið til að ná yfir lengdina 6,0 míkrómetra?
Ég bara veit það ekki.
Tók reyndar efnafræðipróf í síðustu viku og fékk 9, var mjög ánægð með það. Hinsvegar gekk stærðfræðiprófið sem ég hélt að mér hefði gengið svo vel í ekki eins vel, 6,6. :/ Þessi stærðfræði er bara rugl. Gekk líka voða lítið að reikna heima í dag, tók næstum allan daginn í það og svo var bara helmingurinn vitlaus.
Það verður brjálað að gera í næstu viku: mánud-stærðfræðipróf + leiklistarnámskeið; þriðjudag-tónfr. + leiklist; miðvikud.- píanó; fimmtud.- jarðfr. Próf; föstud- kjörbókarpróf í dönsku og hlustun og greining. Síðan var íslenskukennarinn að pæla í að skella einu prófi einhver staðar þarna inn á milli. Það er líka sögupróf núna á föstud. Þannig að þegar ég er ekki í tónó eða skólanum sit ég á rassinum heima og læri meira....enginn tími fyrir nokkra hreyfingu þannig að ég verð sennilega
nokkuð íturvaxin um jólin :P hah vona ekki.
En það var líka busaferð um helgina. Það var svakalega gaman. Ekki mikið sofið. Sumir sem sváfu bara ekkert en ég náði að sofna um 5.30 og vaknaði svo 7.30. Þá er öllu busastandi lokið og við erum loksins orðin að nýnemum. :D


Sakna sumarsins..

Nú er klukkan orðin nógu margt til að ég geti haldið áfram að læra. Back to the efnafræði.

góða nótt ;*;*
-ása

mánudagur, 17. september 2007

Mánudagur

Ég á víst að vera að læra núna en...geri það eftir smá ;) Það var afskaplega gaman í skólanum í dag, stærðfræðipróf og svona, gekk bara vel. Ég ætla að fara á leiklistarnámskeið í skólanum sem leikfélagið sér um. Það verður alveg lærður leikstjóri að kenna, þetta verður svona "alvöru" og við höfum þá pínu séns á að komast í leikfélagið, sem heitir Herranótt. Þess má geta að Herranótt er elsta leikfélagið á Norðurlöndunum. :D (ég held það, allavega elsta eitthvað :S)
Í gær fór ég uppá Esjuna með skólanum. Það var í boði fyrir alla sem vildu hækka hlaupaeinkunina sína um 2 heila!! Auðvitað gerir maður það :P Og viti menn, það er kominn snjór í Esjuna! :| Lentum meira að segja í pínu hagléli á leiðinni niður. Í tilefni af því ætla ég að skella inn nokkrum myndum af því þegar ég fór í fjallgöngu með Siggu, Valgerði, Alexíu og Fanndísi í sumar. (Því miður voru engar myndir teknar af Siggu og Fanndísi því við týndum þeim á leiðinni upp.)

Alexía og Valgerður á toppnum.

Við Alexía hressar. :)


Á leiðinni niður.

Við vorum komnar alveg fyrir ofan skýin.


Fórum svo í gegnum skýin á leiðinni niður. :P

Þetta var rosalega skemmtileg Esjuferð. :)
En lærdómurinn kallar...
Bæbæ
Kv. ása

laugardagur, 15. september 2007

Ný síða

Það gekk víst eitthvað stirðlega með síðustu bloggsíðu svo ég ætla að reyna aftur á þessari síðu. Ég ætla að reyna að blogga eins oft og ég get og hef tíma til og reyni líka að setja inn myndir. Ég er líka voða dugleg að setja myndir á myspace-ið mitt og hægt að skoða þær þar, www.myspace.com/asadora
Annars er það að frétta héðan að það er sem sagt allt komið í gang. Mér líður eins og ég sé búin að vera í nokkra mánuði í skólanum þótt það séu bara tæpar þrjár vikur búnar! Ég er búin að taka eitt próf í srærðfræði og fékk 8,4 og svo var efnafræðipróf í dag. Endalaus heimalærdómur og próf/kannanir. En það bætir þetta allt upp hvað ég er í æðislegum bekk! Svo er líka fullt að gera í Tónó. Ég á að taka 5. stig fyrir jól og verð þá á 6. stigi, er síðan bæði í hlustun og greiningu og tónfræði.
En er orðin of þreytt til að skrifa meira, reyni að skrifa eitthvað innihaldsríkara næst. :P Góða nótt ;*
kv. ása